Án samvinnu – engar umbætur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 10. nóvember 2006 00:01 MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun