Samkeppnishæfara skattaumhverfi 10. nóvember 2006 05:45 SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar