Bush skiptir um gír 10. nóvember 2006 03:00 Morgunverður í Hvíta húsinu. Bush forseti bauð í gærmorgun helstu leiðtogum repúblikana í morgunverð hjá sér í Hvíta húsinu til þess að fara yfir stöðu mála, nú þegar repúblikanar hafa tapað þingmeirihluta sínum. Síðar um daginn snæddi Bush kvöldverð með Nancy Pelosi. MYND/AP Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira