Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 18:14 Yifat Tomer-Yerushalmi, herforingi og fyrrverandi æðsti lögmaður ísraelska hersins, í sal hæstaréttar Ísrael í síðasta mánuði. AP/Oren Ben Hakoon Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira