Hvað er að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Alcan? 20. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun