Ekki öll sagan sögð 28. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar