Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs 28. nóvember 2006 07:00 Anne-Grete Strøm-Erichsen Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga. Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga.
Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira