Flokkur í einkaeign? 30. nóvember 2006 05:00 Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkur er félagsskapur fólks sem sameinast til að koma fram málum. Til þess er mótuð stefna og teknar ákvarðanir um það hvernig framboðum er hagað hvort heldur er til embætta innan flokks eða á opinberum vettvangi. Sumir líta öðru vísi á málin og þannig er þeim feðginum Sverri Hermannssyni og Margréti dóttur hans farið. Þau líta á Frjálslynda flokkinn sem sína einkaeign og að félagar þar eru eigi að vera sporgöngumenn og þjónar þeirra. Ég kom að stofnun Frjálslynda flokksins ásamt ýmsum vinum mínum og kunningjum. Við áttum það sameiginlegt að vera á móti gjafakvótakerfinu og vildum búa til pólitískan vettvang kvótaandstæðinga. Það endaði með því að Sverrir Hermannsson varð formaður flokksins. Þegar leið að alþingiskosningum fyrir tæpum 8 árum lagði Sverrir áherslu á það að við fengjum til liðs við okkur kraftmikla menn, eins og hann lýsti þeim þá, Ellerti B. Schram, Guðmundi G. Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Ítrekað lagði Sverrir áherslu á það hvílíkur fengur væri í þeim. Sérkennilegt er að hlusta á Sverri Hermannsson núna finna Jóni Magnússyni allt til foráttu en það á sínar eðlilegu skýringar. Sverrir og Margrét dóttir hans eru hrædd við að það sem þau telja sína einkaeign verði frá þeim tekið. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin af helstu forystumönnum Frjálslynda flokksins í sumar að Margrét Sverrisdóttir tæki við sem formaður flokksins af Guðjóni Arnari Kristjánssyni ef flokkurinn færi ekki að sýna betri stöðu í skoðanakönnunum en 2-4 %. Þegar ég mætti á fyrsta fundinn í Frjálslynda flokknum eftir inngöngu mína í flokkinn aftur þá tók Margrét Sverrisdóttir til máls og þakkaði Jóni Magnússyni fyrir skeleggan málflutning í málefnum innflytjenda og góða frammistöðu í Kastljósþætti þar sem Jón atti kappi við Eirík Bergmann. Á þeim tíma fannst Margréti málflutningur þeirra Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar vera góður og í samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins. Síðan kom skoðanakönnun þar sem Frjálslyndi flokkurinn fimmfaldaði fylgi sitt og formannsdraumar Margrétar urðu að engu. Hún sneri þá við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún vildi ekki vera í framboði fyrir rasistaflokk eða flokk þar sem sjónarmið Jóns Magnússonar í málefnum innflytjenda væri stefnan. Hún hefði raunar getað sagt stefna þingflokksins sem Jón Magnússon hefur tekið undir. Það hefði verið sannleikanum samkvæmt. Ef hún taldi skoðanir þingflokksins og Jóns vera andstæðar sínum skoðunum af hverju gerði hún þá ekki alvöru úr málinu og fór. Af hverju að vera með þessar hótanir og beina því sérstaklega að manninum sem hún hafði hælt opinberlega á fundi fyrir framgöngu í málinu? Sverri Hermannssyni rann blóðið til skyldunnar. Dóttirin var í vanda og einkaeign þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, var ef til vill að ganga þeim úr greipum sem gæti m.a. þýtt að Margrét fengi ekki lengur milljón krónur í laun á mánuði frá flokknum. Nú þurfti mikið við. Sverrir hellti úr sér gífuryrðum í Fréttablaðinu og í þættinum Silfri Egils og sparaði ekki stóru orðin gagnvart Jóni Magnússyni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Sverrir og Margrét eru í stríði við forustu Frjálslynda flokksins. Margrét ætlar sér að verða formaður með góðu eða illu og Sverrir sparar engin fúkyrði til að koma því í kring. Sennilega hafa kvótaeigendur ekki fengið traustari bandamenn en Sverri Hermannsson og Margréti dóttur hans en ég mun víkja að því síðar. Varla hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, sá ágæti maður, unnið eins mikið óþurftarverk gagnvart málsstaðnum eins og að bera pólitíska umrenninginn Sverri Hermannsson á bakinu inn á Alþingi Íslendinga úthrópaðan fyrir spillingu og nýrekinn frá Landsbanka Íslands með skömm.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun