Menning

Svasíland með augum Sigur Rósar

Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Vaka Orradóttir voru ánægð í Liborius en faðir Vöku er einmitt einn af ljósmyndurunum, Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar.
Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Vaka Orradóttir voru ánægð í Liborius en faðir Vöku er einmitt einn af ljósmyndurunum, Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar.

Ljósmyndasýningin Yfirgefna kynslóðin var opnuð í húsnæði verslunarinnar Liborius á Mýrargötu 3 í vikunni. Sýningin en haldin til styrktar UNICEF-samtökunum og eru ljósmyndirnar á uppboði meðan á sýningunni stendur.

Ljósmyndirnar eru teknar í Svasílandi og eru það ekki minni menn en meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, Orri Páll Dýrason, Georg Holm, Kjartan Sveinsson og Jón Þór Birgisson, sem eru ljósmyndararnir.

Félagarnir lögðu leið sína til Svasílands og beindu linsunum sínum að því sem þeir kalla Yfirgefna kynslóðin. Með sýningunni vilja þeir reyna að miðla áfram þeim djúpstæðu áhrifum sem ferðin hafði á þá. Margmenni var mætt á opnunina til að berja ljósmyndirnar augum.

Georg Holm, Kjartan Holm og Haukur Holm stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.


.
Bergsteinn Jónsson og Sigurður Eggertsson voru kampakátir á opnuninni.


.
Kjartan Sveinsson og Ken Thomas höfðu mikið um að ræða.


.
Hildur Margrétardóttir, Jóhannes Eðvaldsson og Orri Páll Dýrason.


.
Ungmennaráð UNICEF, Yousef, Helena Björnsdóttir, Andrea Björnsdóttir, Stefanía Guðrúnardóttir, Snjólaug Sigurjónsdóttir og Lára Hilmarsdóttir, stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.


.
Bjarni Grímsson og Hólmfríður Anna Baldursdóttir virtu myndirnar fyrir sér. MYND/Rósa


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×