Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir 21. desember 2006 00:01 Einar Árni Jóhannson, þjálfari Njarðvíkur Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir, það er ekki hægt að neita því. Rígurinn og hefðin fyrir þessum leikjum er mikil enda eru leikir þessara félaga alltaf verið stórleikir. Hefðin er mikil,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, um stórleikinn í kvöld. Félögin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Einar ítrekar að það verði allt lagt undir í leiknum, sem er mikilvægur upp á stöðu liðanna sem og fyrir sjálfstraustið fyrir komandi átök. „Þetta eru þau félög sem hafa unnið 16 af síðustu 20 Íslandsmeistaratitlum og oftar en ekki eru þetta frábærir körfuboltaleikir. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að það verði engin undantekning á í kvöld. Öll þreyta eftir erfitt haust verður lögð til hliðar, þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu,“ sagði Einar. „Ég á von á því að þetta verði spennandi leikur. Heimavöllurinn virðist ekki vera mjög heilagur, bæði lið hafa tapað fáum heimaleikjum en þá helst fyrir þessum erkióvini. Við þurfum að hægja á þeim danska, Thomas Soltau, hann fór illa með okkur í haust. Þeir eru auðvitað með frábært lið en við hugsum auðvitað fyrst og fremst um okkur sjálfa, við þurfum að spila miklu betri vörn en við gerðum í síðasta leik og nýta okkur styrkinn inni í teignum,“ sagði þjálfarinn sem ætlar ekkert að trufla menn í jólahaldinu. „Eftir leikinn gegn Keflavík tökum við okkur frí og það verða engar hömlur settar á menn um jólin. Við leyfum mönnum að fá sér það sem þeir vilja, svona innan skynsamlegra marka,“ sagði Einar á léttu nótunum að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir, það er ekki hægt að neita því. Rígurinn og hefðin fyrir þessum leikjum er mikil enda eru leikir þessara félaga alltaf verið stórleikir. Hefðin er mikil,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, um stórleikinn í kvöld. Félögin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Einar ítrekar að það verði allt lagt undir í leiknum, sem er mikilvægur upp á stöðu liðanna sem og fyrir sjálfstraustið fyrir komandi átök. „Þetta eru þau félög sem hafa unnið 16 af síðustu 20 Íslandsmeistaratitlum og oftar en ekki eru þetta frábærir körfuboltaleikir. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að það verði engin undantekning á í kvöld. Öll þreyta eftir erfitt haust verður lögð til hliðar, þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu,“ sagði Einar. „Ég á von á því að þetta verði spennandi leikur. Heimavöllurinn virðist ekki vera mjög heilagur, bæði lið hafa tapað fáum heimaleikjum en þá helst fyrir þessum erkióvini. Við þurfum að hægja á þeim danska, Thomas Soltau, hann fór illa með okkur í haust. Þeir eru auðvitað með frábært lið en við hugsum auðvitað fyrst og fremst um okkur sjálfa, við þurfum að spila miklu betri vörn en við gerðum í síðasta leik og nýta okkur styrkinn inni í teignum,“ sagði þjálfarinn sem ætlar ekkert að trufla menn í jólahaldinu. „Eftir leikinn gegn Keflavík tökum við okkur frí og það verða engar hömlur settar á menn um jólin. Við leyfum mönnum að fá sér það sem þeir vilja, svona innan skynsamlegra marka,“ sagði Einar á léttu nótunum að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira