Innlent

Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/GVA

Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi.

Kveikjan að bréfinu er kjarasamningur Eflingar við Reykjavíkurborg sem var undirritaður 4. deisember síðast liðinn og felur í sér mun betri kjör fyrir starfsmenn borgarinnar en samningur Starfsgreinasambands Íslands við launanefnd sveitarfélaga færir starfsmönnum annarra sveitarfélaga.

Forysta Verkalýðsfélags Akraness tekur tvö dæmi um mismunandi kjör og bendir á að almennur verkamaður hjá Reykjavíkurborg sé með 9,2 prósentum meira í byrjunarlaun en almennur verkamaður hjá Akraneskaupstað. Þá sé skólaliði í Reykjavík með 12,5 prósent hærri laun en skólaliði á Akranesi.

Vonast forsvarsmenn verkalýðsfélagsins til að bæjaryfirvöld á Akranesi séu reiðubúin að bæta kjör starfsmanna sinna til meira samræmis við laun í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×