Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir að David Beckham hafi tekið fréttunum af Sven-Göran Eriksson í bresku pressunni um helgina með stakri ró, en í blaðamenn News of the World lokkuðu Svíann í gildru þar sem hann talaði af sér, meðal annars um Beckham.
Eriksson á að hafa sagt við blaðamennina, sem voru í dulargerfi erlendra auðmanna, að hann gæti lokkað Beckham frá Madrid því hann væri ósáttur hjá liðinu. Eriksson átti að hafa tekið vel í viðleitni þeirra að fá hann til að stýra liði á Englandi sem þeir hefðu áhuga á að kaupa.
"David Beckham er atvinnumaður fram í fingurgóma og fær 12 af 10 mögulegum í einkunn í þeim efnum," sagði Caro. "Allir vita hvað Beckham getur á knattspyrnuvellinum, en ég sé hlutina öðruvísi en Eriksson. Mér finnst Beckham falla mjög vel inn í hópinn hjá liðinu og ég get ekki séð annað en að honum líði vel hérna," sagði hann.