Vinnufriður til að smíða fjölmiðlalög 16. janúar 2006 20:00 MYND/Vísir Vinnufriður ætti að vera kominn á til að smíða fjölmiðlalög. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna ákváðu í morgun að fallast á málamiðlunartillögu menntamálaráðherra um hvernig staðið skuli að smíði nýs frumvarps. Frumvarp stjórnarflokkanna um fjölmiðlalög náði að hrista og skekja allt samfélagið fyrir tæpum tveimur árum, þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun. Í kjölfarið óskaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eftir því að allir flokkar tækju þátt í að semja nýtt fjölmiðlafrumvarp. Ráðherra fékk hins vegar þau svör frá stjórnarandstöðunni að þeirra fólk hefði ekki áhuga, nema málefni Ríkisútvarpsins yrði einnig tekið með í störf nefndarinnar. Það stefndi því enn og aftur í misklíð og ósætti. Í morgun dró þó til tíðinda á samráðsfundi stjórnarandstöðuflokkanna þegar ákveðið var að taka boði menntamálaráðherra um að ekki yrði skipuð ný fjölmiðlanefnd, heldur myndu lögfræðingar vinna frumvarp og nota til þess niðurstöðu gömlu fjölmiðlanefndarinnar. Hvort það þýðir að fjölmiðlalög renni ljúflega í gegn á Alþingi að þessu sinni kemur í ljós en lögfræðihópnum hefur ekki verið sett nein tímamörk. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að hið svokallaða RÚV-frumvarp muni líklega koma til fyrstu umræðu á þinginu og í menntamálanefnd verði tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem Samfylkingin hafi verið með. Þá segir hún menntamálaráðherra ekki ætla að skipa nýja nefnd og hann hafi óskað eftir samstarfi og samráði sem flokkurinn sé tilbúinn til að gera. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinnufriður ætti að vera kominn á til að smíða fjölmiðlalög. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna ákváðu í morgun að fallast á málamiðlunartillögu menntamálaráðherra um hvernig staðið skuli að smíði nýs frumvarps. Frumvarp stjórnarflokkanna um fjölmiðlalög náði að hrista og skekja allt samfélagið fyrir tæpum tveimur árum, þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun. Í kjölfarið óskaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eftir því að allir flokkar tækju þátt í að semja nýtt fjölmiðlafrumvarp. Ráðherra fékk hins vegar þau svör frá stjórnarandstöðunni að þeirra fólk hefði ekki áhuga, nema málefni Ríkisútvarpsins yrði einnig tekið með í störf nefndarinnar. Það stefndi því enn og aftur í misklíð og ósætti. Í morgun dró þó til tíðinda á samráðsfundi stjórnarandstöðuflokkanna þegar ákveðið var að taka boði menntamálaráðherra um að ekki yrði skipuð ný fjölmiðlanefnd, heldur myndu lögfræðingar vinna frumvarp og nota til þess niðurstöðu gömlu fjölmiðlanefndarinnar. Hvort það þýðir að fjölmiðlalög renni ljúflega í gegn á Alþingi að þessu sinni kemur í ljós en lögfræðihópnum hefur ekki verið sett nein tímamörk. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að hið svokallaða RÚV-frumvarp muni líklega koma til fyrstu umræðu á þinginu og í menntamálanefnd verði tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem Samfylkingin hafi verið með. Þá segir hún menntamálaráðherra ekki ætla að skipa nýja nefnd og hann hafi óskað eftir samstarfi og samráði sem flokkurinn sé tilbúinn til að gera.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira