Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn en Cadiz náðu þó forystunni á 55. mínútu með marki Alexander Medina. Robson De Souza skoraði svo þriðja mark Real Madrid sem er með 36 stig eða jafnmörg og Valencia sem er með aðeins lakari markatölu í 4. sætinu en á leik til góðar gegn Real Betis í dag.
Real Madrid er nú 10 stigum á eftir topplið Barcelona sem á leik til góða gegn Deportivo Alaves í kvöld.
Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza sem er í 9. sæti með 27 stig. Rodriguez Maxi og Fernando Torres skoruðu mörkin.
8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag;
Kl:
16:00 Deportivo La Coruna - Mallorca
16:00 Getafe - Espanyol
16:00 Racing Santander - Sevilla
16:00 Real Betis - Valencia
16:00 Villarreal - Osasuna
17:00 Malaga - Celta de Vigo
18:00 Barcelona - Deportivo Alaves
20:00 Real Sociedad - Athletic Bilbao