Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson og argentínski táningurinn Lionel Messi skoruðu mörk Barca sem áttu þó í nokkrum erfiðleikum með þrjóska vörn gestanna. Þetta var 18. sigurleikur Barcelona í röð í öllum keppnum talið og er liðið með 49 stig í deildinni eftir 20 leiki, 10 stigum á undan Valencia og Osasuna.
Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna.
Úrslitin á Spáni urðu á þessa leið í dag;
Deportivo La Coruna 2 - 2 Mallorca
Getafe 5 - 0 Espanyol
Racing Santander 2 - 3 Sevilla
Real Betis 0 - 2 Valencia
Villarreal 2 - 1 Osasuna
Malaga 0 - 2 Celta de Vigo
Barcelona 2 - 0 Deportivo Alaves