Þegar Íslendingar móðguðust við Svía Egill Helgason skrifar 3. febrúar 2006 13:37 Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar