Zidane í fantaformi - skoraði tvennu 5. febrúar 2006 12:52 Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira