Flytji réttleysið ekki milli landa 7. febrúar 2006 08:15 Formenn BSRB og ASÍ skrifuðu undir áskorunina fyrir hönd sinna hreyfinga. MYND/Hari Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira