Innlent

Ríki og fyrirtæki hækki lægstu laun

Frá fyrri formannafundi Starfsgreinasambandsins.
Frá fyrri formannafundi Starfsgreinasambandsins. MYND/Valli

Formannafundur Starfsgreinasambandsins sem haldinn var í dag, krefst þess að bæði ríkið og Samtök atvinnulífsins, beiti sér nú þegar fyrir hækkun lægstu launa til samræmis við þá launaviðbót sem Launanefnd sveitarfélaga leggur til.

Það er mat fundarins að samningsforsendur kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við ríki og Samtök atvinnulífsins, séu brostnar, ef ekki koma til hækkanir á hinum almenna vinnumarkaði með sambærilegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×