Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni.
