Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn.
Real Madrid hefur unnið síðustu 6 leiki sína í spænsku deildinni, en eitthvað hefur tapið fyrir Arsenal líklega slegið á bjartsýni leikmanna. Mallorca hefur verið í tómu tjóni á botninum í vetur, en liðið vann reyndar síðasta leik sinn í deildinni.