Innlent

Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en á fimmtudag þar sem slökkviliðsmenn fá tvo daga til að kjósa.

Fundur í kjaradeilu Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaganna hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan hálfeitt en þar verður rætt um launaliði samningsins. Slökkviliðsmenn binda nokkrar vonir við fundinn en eru þó hóflega bjartsýnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×