Rúm fyrir álver og stækkun 2. mars 2006 16:51 Halldór Ásgrímsson. Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. Ánægjan með staðarval Alcoa fyrir hugsanlega álversbyggingu var ekki jafn útbreidd á Alþingi í dag og hún var á Húsavík í gær. Ögmundur Jónasson fór hörðum orðum um stóriðjustefnu stjórnvalda. Hann gagnrýndi eftirlátssemi við erlend álfyrirtæki og sagði grafið undan öðru atvinnulífi með uppbyggingu álvera auk þess sem blikur væru á lofti í efnahagsmálum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra deildi ekki áhyggjum þingmannsins. Hann sagði gott að hafa í huga að ef yrði af framkvæmdum á Húsavík og í Straumsvík þýddi það 2.000 til 2.500 ný störf, og fimm til sex prósentum meiri hagvöxt en ella, það væru varla slæm tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf.Forsætisráðherra sagði jafnframt að álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmuðust hvoru tveggja innan Kyoto bókunarinnar. Hann lýsti hins vegar efasemdum um að orka fengist fyrir álver á Reykanesi.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði að af þeim stöðum sem hefðu komið til greina í vali Alcoa væri valið á Húsavík í sjálfu sér skynsamlegt. Hún sagði þó aðalatriðið að nú ætti að gera hlé á byggingu nýrra álvera og stækkun þeirra sem eru fyrir þar til farið hefði fram ítarleg könnun á kostum þeirra og göllum. Síðan ætti að velja þann kost sem væri bestur fyrir Íslendinga.Pétur Bjarnson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki í miklum vafa um hvers vegna Húsvíkingar fögnuðu. Hann sagði ástæðuna þá að atvinnulíf á landsbyggðinni hefði grotnað niður í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og spurði hvort lausnin ætti að vera að byggja álver út um allt land. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi. Ánægjan með staðarval Alcoa fyrir hugsanlega álversbyggingu var ekki jafn útbreidd á Alþingi í dag og hún var á Húsavík í gær. Ögmundur Jónasson fór hörðum orðum um stóriðjustefnu stjórnvalda. Hann gagnrýndi eftirlátssemi við erlend álfyrirtæki og sagði grafið undan öðru atvinnulífi með uppbyggingu álvera auk þess sem blikur væru á lofti í efnahagsmálum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra deildi ekki áhyggjum þingmannsins. Hann sagði gott að hafa í huga að ef yrði af framkvæmdum á Húsavík og í Straumsvík þýddi það 2.000 til 2.500 ný störf, og fimm til sex prósentum meiri hagvöxt en ella, það væru varla slæm tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf.Forsætisráðherra sagði jafnframt að álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmuðust hvoru tveggja innan Kyoto bókunarinnar. Hann lýsti hins vegar efasemdum um að orka fengist fyrir álver á Reykanesi.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði að af þeim stöðum sem hefðu komið til greina í vali Alcoa væri valið á Húsavík í sjálfu sér skynsamlegt. Hún sagði þó aðalatriðið að nú ætti að gera hlé á byggingu nýrra álvera og stækkun þeirra sem eru fyrir þar til farið hefði fram ítarleg könnun á kostum þeirra og göllum. Síðan ætti að velja þann kost sem væri bestur fyrir Íslendinga.Pétur Bjarnson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki í miklum vafa um hvers vegna Húsvíkingar fögnuðu. Hann sagði ástæðuna þá að atvinnulíf á landsbyggðinni hefði grotnað niður í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og spurði hvort lausnin ætti að vera að byggja álver út um allt land.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira