Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma 9. mars 2006 09:45 Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone. Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone.
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira