Stóru orðin ekki spöruð á Alþingi 10. mars 2006 13:15 MYND/Vilhelm Gunnarsson Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér fyrst hljóðs í morgun til að ræða störf þingsins. Hann sagði liggja fyrir samkomulag aðila EES samningsins um hvað ætti að vera innihald laga sem byggðu á vatnstilskiipun Evrópusambandsins. Hann spurði því iðnaðarráðherra hvort þetta væri rétt og hvort ekki ætti þá að fresta frekari umræðu um frumvarpið. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarandstæðinga beita málþófi sem væri ólíðandi. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, sagði þingmann hafa verið í ójafnvægi í pontu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kom loks í pontu og sagði að með frumvarpinu væri aðeins verið að gera formbreytingu. Stjórnarandstaðan héldi því fram að verið væri að skerða almennings- og umhverfisrétt sem væri rangt og þeir vissu það. Hún sagði ekki standa stein yfir steini í málflutninginum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði Vinstri græna vilja þjóðnýta auðlindina líkt og í Sovétríkjunum forðum. Hann sagði Samfylkinguna fylgja með og ekki vita hvaðan á sig stæði veðrið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði um einkavæðingu vatns að ræða og fyrr myndi hann dauður liggja en að taka þátt í að samþykkja það á Alþingi. Fundarhlé er nú á Alþingi en fundur hefst aftur kl. 13.45. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stóru orðin voru ekki spöruð á Alþingi í morgun þegar umræðu um vatnalögin var haldið áfram. Iðnaðarráðherra sagði ekki stein standa yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðunnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér fyrst hljóðs í morgun til að ræða störf þingsins. Hann sagði liggja fyrir samkomulag aðila EES samningsins um hvað ætti að vera innihald laga sem byggðu á vatnstilskiipun Evrópusambandsins. Hann spurði því iðnaðarráðherra hvort þetta væri rétt og hvort ekki ætti þá að fresta frekari umræðu um frumvarpið. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarandstæðinga beita málþófi sem væri ólíðandi. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, sagði þingmann hafa verið í ójafnvægi í pontu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kom loks í pontu og sagði að með frumvarpinu væri aðeins verið að gera formbreytingu. Stjórnarandstaðan héldi því fram að verið væri að skerða almennings- og umhverfisrétt sem væri rangt og þeir vissu það. Hún sagði ekki standa stein yfir steini í málflutninginum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði Vinstri græna vilja þjóðnýta auðlindina líkt og í Sovétríkjunum forðum. Hann sagði Samfylkinguna fylgja með og ekki vita hvaðan á sig stæði veðrið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði um einkavæðingu vatns að ræða og fyrr myndi hann dauður liggja en að taka þátt í að samþykkja það á Alþingi. Fundarhlé er nú á Alþingi en fundur hefst aftur kl. 13.45.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira