D-listinn klofnaði í afstöðu sinni 13. apríl 2006 17:00 MYND/sudurland.net D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira