Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966.
"Ég held að við séum með það gott lið að við þurfum ekki að óttast neinn," segir Rooney, sem mun koma til með að gegna lykilhlutverki í liði Englands í Þýskalandi í sumar.
"Það er rétt blanda af æskuþrótti og reynslu í hópnum. Það er fullt af leikmönnum sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur og andinn í liðinu er betri en ég hef nokkurn tíma áður upplifað. Við förum inn í hvern leik sannfærðir um að við getum unnið hann," bætti Rooney við í samtali við enska fjölmiðla í gær.