Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið heppnir að sleppa með jafntefli gegn Villarreal í meistaradeildinni í kvöld, en var yfir sig ánægður með baráttuna í liði sínu - ekki síst í manni leiksins Jens Lehmann sem varði vítaspyrnu á síðustu mínútunni.
"Við vorum heppnir að sleppa frá þessum leik því við náðum aldrei að komast inn í flæði leiksins og spila okkar leik. Það er hinsvegar til marks um seigluna í þessu unga og reynslulausa liði að þeir skuli hafa klárað dæmið. Nú erum við komnir í úrslitaleikinn og ætlum okkur alla leið," sagði Wenger og hrósaði Jens Lehmann í hástert.
"Jens átti skilið að verja vítaspyrnuna og hann er frábær markvörður,frábær persónuleiki og sannur sigurvegari."