Fallbaráttan í algleymingi um helgina 28. apríl 2006 12:30 Þeir Steve Bruce og Bryan Robson fagna hér Englandsmeistaratitlinum með Manchester United árið 1993, en nú er öldin önnur og flest bendir til þess að þeir falli báðir í 1. deildina sem knattspyrnustjórar Birmingham og West Brom NordicPhotos/GettyImages Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira