Það verða Birmingham og West Brom sem fylgja Sunderland í ensku 1. deildina í vor eftir að lærisveinar Harry Redknapp hjá Portsmouth unnu glæsilegan 2-1 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham gerði markalaust jafntefli við Newcastle á heimavelli sínum og er fjórum stigum á eftir Portsmouth fyrir lokaumferðina. Portsmouth bjargaði sér með glæsilegum lokaspretti í deildinni þar sem liðið krækti í 20 stig í síðustu 9 leikjum sínum.
Portsmouth bjargaði sér frá falli

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

