Barcelona vann í kvöld tilþrifalítinn 1-0 sigur á botnliði Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér annan meistaratitilinn í röð. Það var snillingurinn Ronaldinho sem skoraði eina mark Barcelona á 9. mínútu leiksins sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn og ef Valencia verður á í messunni á morgun er Barcelona orðið meistari.
Barcelona lagði Cadiz
