Barcelona varð í kvöld spænskur meistari í knattspyrnu annað árið í röð eftir að helstu keppinautar liðsins, Valencia, tapaði óvænt 2-1 fyrir Real Mallorca á útivelli. Nú stendur yfir leikur Celta de Vigo og Barcelona og staðan í hálfleik er 0-0. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.
