Arsenal hreppti fjórða sætið 7. maí 2006 16:05 Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kveðjuleiknum á Highbury í dag. Þeir leika á nýjum 60.000 manna leikvangi á næsta tímabili, Emerates Stadium. Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15 Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira