Enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge lenti í átökum á næturklúbbi í London í gærkvöldi og slasaðist lítillega á andliti. Hann var staddur á klúbbnum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til að fagna því að deildarkeppninni væri lokið, en lenti í riskingum við nokkra menn og voru þrír þeirra handteknir í kjölfarið. Bridge hlaut lítinn skurð í andlitinu en afþakkaði aðstoð sjúkraliða sem kallaðir voru á svæðið.
Slasaðist í átökum á næturklúbbi

Mest lesið






Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti


Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn

