Brosi allan hringinn 9. maí 2006 21:14 Árni Sigfússon virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosningar. MYND/Pjetur "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum." Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira