Michael Ballack hefur gefið það upp að þó Manchester United hafi sett sig í samband við hann nokkuð fyrr en Chelsea, hafi hann ákveðið að ganga til liðs við Lundúnaliðið af því hann teldi það sterkara en Manchester United.
"United talaði við mig á undan Chelsea á sínum tíma, en mér finnst Chelsea vera með sterkara lið og því valdi ég að fara þangað. Þá býður London auðvitað upp á frábæra möguleika fyrir mig sem fjölskyldumann. Árangur liðsins á síðustu tveimur árum hefur líka verið mjög góður," sagði Ballack.