Sport

Harmi sleginn eftir rauða spjaldið

AFP

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal.

"Það var auðvitað hræðilegt að þurfa yfirgefa völlinn svona í byrjun. Ég var aðeins of seinn í manninn og því fór sem fór. Það var bitur reynsla fyrir okkur að tapa þessum leik eftir að hafa staðið okkur svona vel einum færri, en ég veit ekki hvað menn vilja að ég segi. Markverðinum er alltaf kennt um allt. Á ég að blóta sjálfum mér fyrir að gera smá mistök? Á ég að kenna mér um tapið? Það þýðir ekki neitt. Ég er bara reiður núna og kannski sé ég þetta á annan hátt á morgun, en lífið heldur áfram - svo mikið er víst," sagði Lehmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×