Arsene Wenger segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort franski framherjinn Thierry Henry verði áfram hjá Arsenal eða ekki, en bendir á að hann sé vongóður um að halda honum. Hann segir jafnframt að Henry sé algjör lykilmaður í framtíð félagsins.
"Ég veit ekki hvort hann fer frá okkur, en ég held nú og vona að hann geri það ekki. Þetta kemur í ljós mjög fljótlega, því ég þarf að setjast niður með honum og ræða framtíðina, því við þurfum að byrja að undirbúa okkur fyrir næstu leiktíð. Við erum ungt lið sem á sannarlega framtíðna fyrir sér, en ég sé Henry sem algjöran lykilmann í því sambandi."