Á elleftu stundu 19. maí 2006 17:47 Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni. Cannes Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni.
Cannes Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira