Á elleftu stundu 19. maí 2006 17:47 Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni. Cannes Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni.
Cannes Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira