Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu hefur kallað á Michael Dawson, varnarmann Tottenham til að vera til taks fyrir HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Hinn 22 ára Dawson tekur sæti Luke Young, leikmanns Charlton sem meiddist á ökkla á æfingu.
Dawson er þó ekki í 23 manna hópi Englendinga því hann er nú einn fimm leikmanna sem kallaðir hafa verið til ef forföll verða í upprunalegum hóp landsliðsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem Dawson er valinn til æfinga með A-landsliðinu en hann hefur verið relgulegur byrjunarliðsmaður í U21 árs landsliðinu.