Íslenska Stoke-ævintýrið á enda 22. maí 2006 13:59 Gunnar Gíslason stendur úr stóli stjórnarformanns Stoke í dag. Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. "Auðvitað hafa nokkur mistök verið gerð á þessum tíma sem eftir á að hyggja hefði verið hægt að koma í veg fyrir. En það fer enginn í gegnum svona ævintýri án þess að gera örfá mistök. Að halda öðru fram væri barnalegt." sagði Gunnar en árétti að þáttur Íslendinga í félaginu undanfarin 7 ár hefði verið félaginu til góða. "Aðalatriðið í þessu öllu saman er að félagið hefur tekið miklum framförum á þessum árum og við höfum lagt góðan grunn fyrir framtíðina." Ein af þeim mistökum sem Gunnar talar um er að hafa ekki boðið hollenska knattspyrnustjóranum Johan Boskamp nýjan samninig. Hann er nú haldinn heim á leið og er búist við að nýji eigandi félagsins muni tilkynna um nýjan stjóra síðdegis í dag. "Við höfum fengið okkar skerf af gegnrýni vegna knattspyrnustjóranna sem við höfum ráðið. Jafnvel þó hann (Boskamp) sé ekki fullkominn þá finnst mér hann hafa staðið sig vel og ég er viss um að hann hefði gert enn betur ef hann hefði fengið tækifæri til að halda áfram með verkefnið á næsta tímabili." sagði Gunnar um Boskamp sem ásamt aðstoðarmanni sínum, Jan De Koning, átti í langvarandi stríði við yfirmann knattspyrnumála hjá Stoke, John Rudge. Ástandið var það slæmt á tímabili að Boskamp hótaði að yfirgefa félagið ef Rudge yrði ekki látinn fara. Og Gunnar hélt áfram að svara fyrir gagnrýni í yfirlýsingu sinni; "Gagnrýni á knattspyrnustjórann mun alltaf vera til staðar þegar liðinu gengur illa inni á knattspyrnuvellinum. Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félagsins halda því fram að Johan hafi verið algerlega ónothæfur knattspyrnustjóri í þessu landi og leikmennirnir sem hann fékk til liðsins hafi ekki verið neins virði. Ef það er satt þá getum við nú þegar glaðst yfir því að nú gefst svigrúm fyrir næsta knattspyrnustjóra með heilt undirbúningstímabil framundan. Með fleiri og ný ráð í vasanum hlýtur hann að gera betur á næsta tímabili en að ljúka keppni um miðja deild." bætti Gunnar við og er ekki laust við að greina megi þreytu á allri þessari gagnrýni sem hann hefur verið undir. Pulis tekur við Stoke að nýju Dagblöð í Stoke segja í dag að fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, Tony Pulis sem stýrði Plymouth í ensku 1. deildinni í vetur verði tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann gengur jafnan undir nafninu "Íslendingahatarinn" meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir að hafa útilokað nokkra íslenska leikmnenn sem hafa verið undir hans stjórn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. "Auðvitað hafa nokkur mistök verið gerð á þessum tíma sem eftir á að hyggja hefði verið hægt að koma í veg fyrir. En það fer enginn í gegnum svona ævintýri án þess að gera örfá mistök. Að halda öðru fram væri barnalegt." sagði Gunnar en árétti að þáttur Íslendinga í félaginu undanfarin 7 ár hefði verið félaginu til góða. "Aðalatriðið í þessu öllu saman er að félagið hefur tekið miklum framförum á þessum árum og við höfum lagt góðan grunn fyrir framtíðina." Ein af þeim mistökum sem Gunnar talar um er að hafa ekki boðið hollenska knattspyrnustjóranum Johan Boskamp nýjan samninig. Hann er nú haldinn heim á leið og er búist við að nýji eigandi félagsins muni tilkynna um nýjan stjóra síðdegis í dag. "Við höfum fengið okkar skerf af gegnrýni vegna knattspyrnustjóranna sem við höfum ráðið. Jafnvel þó hann (Boskamp) sé ekki fullkominn þá finnst mér hann hafa staðið sig vel og ég er viss um að hann hefði gert enn betur ef hann hefði fengið tækifæri til að halda áfram með verkefnið á næsta tímabili." sagði Gunnar um Boskamp sem ásamt aðstoðarmanni sínum, Jan De Koning, átti í langvarandi stríði við yfirmann knattspyrnumála hjá Stoke, John Rudge. Ástandið var það slæmt á tímabili að Boskamp hótaði að yfirgefa félagið ef Rudge yrði ekki látinn fara. Og Gunnar hélt áfram að svara fyrir gagnrýni í yfirlýsingu sinni; "Gagnrýni á knattspyrnustjórann mun alltaf vera til staðar þegar liðinu gengur illa inni á knattspyrnuvellinum. Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félagsins halda því fram að Johan hafi verið algerlega ónothæfur knattspyrnustjóri í þessu landi og leikmennirnir sem hann fékk til liðsins hafi ekki verið neins virði. Ef það er satt þá getum við nú þegar glaðst yfir því að nú gefst svigrúm fyrir næsta knattspyrnustjóra með heilt undirbúningstímabil framundan. Með fleiri og ný ráð í vasanum hlýtur hann að gera betur á næsta tímabili en að ljúka keppni um miðja deild." bætti Gunnar við og er ekki laust við að greina megi þreytu á allri þessari gagnrýni sem hann hefur verið undir. Pulis tekur við Stoke að nýju Dagblöð í Stoke segja í dag að fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, Tony Pulis sem stýrði Plymouth í ensku 1. deildinni í vetur verði tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann gengur jafnan undir nafninu "Íslendingahatarinn" meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir að hafa útilokað nokkra íslenska leikmnenn sem hafa verið undir hans stjórn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira