Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Villarreal. Pires hefur verið hjá Arsenal í sex ár, en hann var með lausa samninga í sumar og komst ekki að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um nýjan samning.

