Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýs meirihluta á Akureyri verður fram haldið í dag, eftir að viðræður Samfylkingar, Lista fólksins og Vinstri grænna báru ekki árangur í gær. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna halda áfram meirihlutaviðræðum í Árborg í dag, en fyrir kosningarnar voru Framsóknarmenn og Samfylking í meirihluta þar. Og Samfylkingin, Framsóknarmenn og Vinstri grænir ræða nú meirihlutasamstarf í Mosfellsbæ eftir að Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn þar.
Meirihlutaviðræður halda áfram í dag
Framsóknarflokkurinn
Fréttir
Frjálslyndi flokkurinn
Innlent
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Stj.mál
Sveitarstjórnarmál
Sveitarstjórnarkosningar
Vinstri græn