Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að knattspyrnustjórinn Martin O´Neill sem áður stýrði meðal annars Glasgow Celtic í Skotlandi, hafi neitað tilboði úrvalsdeildarliðs Middlesbrough um að verða eftirmaður Steve McClaren hjá félaginu. O´Neill hætt þjálfun á sínum tíma af fjölskylduástæðum.
