Vill sameina slökkviliðin á suðvesturhorninu 31. maí 2006 23:30 Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Landssamband slökkviliðs- sjúkraflutningamanna hélt á dögunum landsfund þar sem m.a. var rætt um brotthvarf varnarliðsins og breytingar á öryggis- og björgunarmálum hér á landi af þeim sökum. Bent er á að slökkviliðin séu í raun orðin alhliða björgunarlið og með brotthvarfi hersins eigi að nýta þau tækifæri sem skapist og búa til öflugt björgunarlið úr slökkviliðum á suðvesturhorninu. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að verið sé að horfa austur í Árnessýslu og þess vegna upp í Borgarfjörð í þeim efnum. Þetta sé kjörið tækifæri til þess að búa til eina öflaga einingu til þess að bregðast við bráðatilfellum, hvort sem er veikindum, slysum eða almannavá. Nauðsynlegt sé fyrir landið að eiga vel þjálfaðar og búnar sveitir sem geti brugðist við og séu starfsmenn sveitarfélaga eða hins opinbera. Vernharð segir að með sameiningu geti slökkvilið veitt betri þjónustu og bendir á góða reynslu af sameiningu Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar, Slökkviliðsins í Hafnarfirði og í Reykjavík. Aðspurður segir hann sambandið hafa fengið góð viðbrögð hjá yfirvöldum. Hann nefnir sem dæmi að í nýsamþykktum lögum, sem taki gildi á morgun um slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, sé gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sé heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli þannig að það sé gert ráð fyrir því að möguleikinn sé kannaður. Verðharð vill hefja viðræður um sameiningu sem fyrst og sömuleiðis endurskipulagningu á björgunarmálum í landinu, hvort heldur í sjálfboðaliðastarfinu þar sem hann segir Landsbjörgu hafa staðið sig frábærlega eða hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem hafi björgun og öryggismál að aðalstarfi. Skoða verði málið á víðum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Landssamband slökkviliðs- sjúkraflutningamanna hélt á dögunum landsfund þar sem m.a. var rætt um brotthvarf varnarliðsins og breytingar á öryggis- og björgunarmálum hér á landi af þeim sökum. Bent er á að slökkviliðin séu í raun orðin alhliða björgunarlið og með brotthvarfi hersins eigi að nýta þau tækifæri sem skapist og búa til öflugt björgunarlið úr slökkviliðum á suðvesturhorninu. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að verið sé að horfa austur í Árnessýslu og þess vegna upp í Borgarfjörð í þeim efnum. Þetta sé kjörið tækifæri til þess að búa til eina öflaga einingu til þess að bregðast við bráðatilfellum, hvort sem er veikindum, slysum eða almannavá. Nauðsynlegt sé fyrir landið að eiga vel þjálfaðar og búnar sveitir sem geti brugðist við og séu starfsmenn sveitarfélaga eða hins opinbera. Vernharð segir að með sameiningu geti slökkvilið veitt betri þjónustu og bendir á góða reynslu af sameiningu Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar, Slökkviliðsins í Hafnarfirði og í Reykjavík. Aðspurður segir hann sambandið hafa fengið góð viðbrögð hjá yfirvöldum. Hann nefnir sem dæmi að í nýsamþykktum lögum, sem taki gildi á morgun um slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, sé gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sé heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli þannig að það sé gert ráð fyrir því að möguleikinn sé kannaður. Verðharð vill hefja viðræður um sameiningu sem fyrst og sömuleiðis endurskipulagningu á björgunarmálum í landinu, hvort heldur í sjálfboðaliðastarfinu þar sem hann segir Landsbjörgu hafa staðið sig frábærlega eða hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem hafi björgun og öryggismál að aðalstarfi. Skoða verði málið á víðum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira