Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini.
Hilario að lenda hjá Chelsea
