Varnarmaðurinn Luke Young hefur farið fram á að verða settur á sölulista hjá Lundúnaliði Charlton. Þó nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, Ian Dowie, hafi verið duglegur að taka til í herbúðum liðsins að undanförnu er ekki talið að hann vilji missa enska landsliðsmanninn - sem nú er orðaður sterkt við grannaliðið West Ham.
