Charlton hefur boðið varnarmanninum Luke Young nýjan samning í kjölfar þess að leikmaðurinn hefur verið orðaður við West Ham. Stjórn félagsins er ekki hrifinn af því að missa landsliðsmanninn og því hefur verið ákveðið að bjóða honum nýjan samning.
Young fór á dögunum fram á að verða seldur frá félaginu og heldur því fram að Charlton hafi dregið lappirnar allt of lengi í samningaviðræðunum. "Fresturinn til að endurnýja samning minn hefur runnið út hvað eftir annað og ég get ekki túlkað það öðruvísi en að félagið vilji ekki hafa mig áfram," sagði Young á sínum tíma.