Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gefið það út að félagið hafi áhuga á að kaupa hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United ef hann er til sölu. Mikil óvissa ríkir um framtíð hans á Englandi eftir að hann lenti í deilum við knattspyrnustjórann Alex Ferguson.
"Nistelrooy hafði áhuga á að ganga til liðs við okkur árið 2001, en við munum ekki aðhafast í málinu án þess að fá leyfi Manchester United fyrir því. Fyrst er að komast að því hvort hann er til sölu yfir höfuð," sagði Karl-Heinz Rumenigge, forseti Bayern.