Franska dagblaðið L´Equipe greindi frá því í dag að Liverpool hafi samþykkt að lána franska framherjann Djibril Cisse til liðs Marseille í heimalandi hans út næstu leiktíð. Cisse fótbrotnaði á dögunum og er ekki væntanlegur í slaginn aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir um fimm mánuði.
L´Equipe heldur því fram að Cisse, sem er samningsbundinn Liverpool til ársins 2009, hafi samþykkt að taka á sig talsverða launalækkun og hafi sérstaklega sótt um að fá að fara til Marseille.